Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fengu myndir af Reykjaneshöllinni
Sunnudagur 21. febrúar 2010 kl. 18:58

Fengu myndir af Reykjaneshöllinni

Magdalena Jóhannsdóttir og Birgir Valdimarsson tóku fyrstu skóflustunguna að Reykjaneshöllinni þann 30. maí árið 1999. Þau voru heiðruð sérstaklega í 10 ára afmæli Reykjaneshallarinnar sl. föstudag og fengu myndir af Reykjaneshöllinni til minningar um þennan viðburð fyrir rúmum áratug. Birgir var ekki viðstaddur 10 ára afmæli Reykjaneshallarinnar og kaus frekar að vera á tónleikum með Emilíu Torrini á sama tíma. Hann sendi hins vegar móður sína, Kristínu Njálsdóttur, til að taka við myndinni. Á meðfylgjandi mynd að ofan eru f.v. Stefán Bjarkason, Magdalena Jóhannsdóttir, Kristín Njálsdóttir og Guðmundur Sighvatsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Að neðan má svo sjá Árna Sigfússon taka við mynd af húsinu fyrir hönd bæjarstjórnar.