Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. janúar 2002 kl. 11:46

Fengu koss á kinn og myndatöku í kaupbæti

Starfsstúlkurnar í Leifsstöð eru vart búnar að jafna sig á heimsókn sjarmörsins Antonio Banderas í Leifsstöð síðdegis í gær. Banderas er goð margra í Leifsstöð og því varð uppi fótur og fit í stöðinni á sjötta tímanum í gærkvöldi þegar kappinn mætti á svæðið.Starfsfólk í stöðinni vill lítið tjá sig um Banderas en segir hann hafa komið vel fram og verið þægilegan í samskiptum. Víkurfréttir hafa fregnað að kappinn hafi smellt kossi á kinn nokkurra kvenna í stöðinni. Starfsmaður hjá Íslenskum markaði mun hafa spurt kappann hvað honum fyndist um koss og myndatöku. Hann samþykkti það, vildi kossinn fyrst og síðan myndatökuna. Stelpurnar gjörsamlega bráðnuðu en það gerði myndavélin þeirra einnig og allar myndirnar af Banderas eyðilögðust í framköllun í morgun.
Myndir Víkurfrétta eru því líklega einar af fáum myndum sem til eru af kappanum á Íslandi - þar til annað kemur í ljós. Þó er víst að lögreglan á Keflavíkurflugvelli á nóg af myndum af Banderas því í Leifsstöð er mjög fullkomið eftirlitsmyndavélakerfi og kappinn því til frá öllum sjónarhornum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024