Fengu 10.000 manns á sýningu
Systurnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur voru með sýningu á myndlist og hönnun í Gömlu Búð á Ljósanótt og má með sanni segja að sýningin hafi dregið að gesti.
Eftir helgina tóku þær saman tölur um gesti sem höfðu skrifað sig í gestabókina sem lá fyrir við inngang og komust að því að alls höfðu 10.000 manns skrifað nafn sitt í bókina.
Það er að sjálfsögðu óhemju fjöldi á eina sýningu en það sýnir ef til vill best hve margir voru á hátíðinni og hversu góð þátttaka var á uppákomunum.
VF-mynd/Þorgils