Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Félögum fjölgaði úr 6 í 300
Stjórn Suðurnesjadeildar Gigtarfélags Íslands.
Mánudagur 10. nóvember 2014 kl. 08:36

Félögum fjölgaði úr 6 í 300

Mikil gróska hjá landshlutadeild Gigtarfélags Íslands.

„Hópurinn okkar stækkar með hverjum deginum sem líður. Við byrjuðum sex konur sem vildum gera gigtina sýnilegri og um leið að fá fræðslu suður með sjó. Ári síðar erum við með 300 virka hópmeðlimi,“ segir í tilkynningu frá Suðurnesjadeild Gigtarfélags Íslands. Annan þriðjudag í hverjum mánuði hittist landshlutadeild Gigtarfélags Íslands á Nesvöllum, Njarðargötu 4, í Reykjanesbæ. kl. 20:00. Yfirleitt er fræðsla á hverjum fundi og svo opnar umræður.

Alls staðar hafi hópnum verið opnum örmum og sé hann þakklátur fyrir það. „Reykjanesbær lánar okkur fundaraðstöðuna og sjúkraþjálfararnir í Ásjá á Nesvöllum eru með sérsniðna hópa, til að gera gigtarsjúklingum lífið auðveldara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20 mun Ásdís grasalæknir koma og mun halda fyrirlestur í boði Gigtarfélags Íslands og er hann öllum opin eins og venja er. Kaffi og meðlæti á boðstólnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024