Félagsstarf eldri borgara í Sandgerði komið í fullan gang
Nú er félagsstarfið komið í fullan gang í Miðhúsum eftir jólafrí. Fimmtudagin 6. janúar s.l. opnuðu þær Villa, Kolla og Gotta aftur. Sem fyrr fer félagsstarfið fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13-17 og hefur fólk þá ýmislegt fyrir stafni. Það er spilað, farið í bingó og föndrið verður sífellt fjölbreyttara. Ekki má gleyma því að kaffibrauðið í Miðhúsum er með því besta sem þekkist. Allir Sandgerðingar sem eru orðnir 60 ára ættu að kíkja við og sjá hvort félagsstarfið í Miðhúsum eigi við þá.Leikfimi eldri borgaraÁ þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 hittist hópur eldri borgara í sal Miðhúsa og bregður sér í létta leikfimi undir stjórn Þórunnar Magnúsdóttur íþróttakennara. Þetta er líkamsrækt sem hentar flestum sem eru komnir á efri ár og er frítt inn í þessa tíma.Matur í MiðhúsumNú er eldri borgurum í Sandgerði boðið uppá að kaupa mat í hádeginu í sal Miðhúsa fimm daga vikunnar. Á mánudögum og miðvikudögum er boðið upp á kraftmiklar máltíðir á kr. 450 en þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga er boðið upp á léttari málsverði sem kosta 350 kr. Kolbrún Vídalín sér um eldamennskuna og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 423-7949.