„Félagslífið í Heiðarskóla er geggjað“
-Jóna Kristín er grunnskólanemi vikunnar.
Grunnskólanemi: Jóna Kristín Einarsdóttir.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er i Heiðarskóla.
Hvar býrðu?
Keflavík.
Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru hópfimleikar og að vera með vinum mínum.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
Ég er í 10.bekk og er 15 ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum?
Félagslífið er geggjað.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
Já, ég ætla að fara í framhaldsskóla.
Ertu að æfa eitthvað?
Já, ég er að æfa hópfimleika.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst mjög gaman að fara á æfingu og að vera með vinum mínum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Mér finnst mjög leiðinlegt þegar ég hef ekkert að gera.
Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall?
Pottþétt eitthvað að borða.
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Ég get ekki verið án símans.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Mig langar að verða hjúkrunarfræðingur.
Uppáhalds matur: Nautakjöt með piparostasósu.
Uppáhalds tónlistarmaður: Beyoncé, klárlega.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Desperate housewives.