Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:31

FÉLAG HARMONIKKUUNNENDA Á SUÐURNESJUM SPILAR OG FUNDAR Á RÁNNI Á SUNNUDAG

Félagið var formlega stofnað þann 11. febrúar 1990 á Ránni, eftir undirbúiningsfund á sama stað þann 14. janúar það ár. Á stofnfundinum skráðu sig 45 stofnfélagar og nokkrir hafa bæst við síðan en aðrir helst úr lestinni, þannig að nú eru á félagaskrá um 25 aðilar. Ekki eru þeir allir virkir þátttakendur í félagsstarfinu en af þessum hópi eru 12-14 sem vitað er um að stunda hljóðfæraleik að einhverju marki sér og öðrum til ánægju. Formenn félagsins frá upphafi hafa verið þessir: Ásgeir Gunnarsson, Kristinn Kaldal, Hörður Jóhannesson og Gestur Friðjónsson. Aðrir stjórnarmenn hafa verið Guðrún Helgadóttir, Högni Kristinsson, Ólafur Erlingsson, Bjarni Friðriksson, Baldur Guðjónsson, Baldur Júlíusson, Guðmundur Ingólfsson og Þórólfur Þorsteinsson. Félagið hefir á undanförnum árum haft æfingaaðstöðu á ýmsum stöðum, og nú er sú aðstaða að Iðavöllum 11, og fastir æfingatímar á miðvikudagskvöldum eftir kl. 20. Þátttaka í æfingum hefir verið með betra móti nú í vetur og nýir félagar bæst í hópinn. Félagsmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í Landsmótum S.Í.H.U. frá stofnun félagsin, nú síðast á Siglufirði í byrjun júlí en á því móti voru í fyrst sinn tökumenn frá Stöð 2 og Arnarauga á staðnum og mynduðu alla framkvæmd mótsins. Auk þessa hafa ýmsir félagar lagt sitt af mörkum við skemmtanahald og uppákomur margra félagasamtaka og einstaklinga á Suðurnesjum, í Reykjavík og víðar. Þrátt fyrir það að heldur hafi verið líflegra félagsstarf nú en oft áður höfum við hug á því að auka þátttöku áhugasamra í starfinu enn frekar. Af því tilefni er boðað til aðalfundar sunnudaginn 28. nóvember n.k. á veitingahúsinu Ránni kl. 15. Nokkrir félagar munu leika létta tónlist frá kl. 13.30 þar til fundur hefst. Dagskrá fundarins verður samkvæmt félagslögum. Vonast er til að sem allra flestir sjái sér fært að koma og öllum er heimill aðgangur. Vilji einhverjir gerarst félagar verður tekið við umsóknum þeirra á staðnum. Stjórn F.H.U.S
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024