Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Félag áhugaljósmyndara stofnað
Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 23:31

Félag áhugaljósmyndara stofnað

Á fjölmennum fundi í 88 húsinu á þriðjudagskvöld var formlega stofnað félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum. Félagið heitir Ljósop og var Kristján Carlsson Gränz kosinn fyrsti formaður félagsins. Með honum í stjórn voru kosnir þeir Rósinkar Ólafsson og Jón Magnús Björnsson.

Markmið Ljósops er að sameina fólk á Suðurnesjum með áhuga á ljósmyndun, standa fyrir ýmsum viðburðum eins og ljósmyndasýningum, námskeiðum og hópferðum. En félagskapurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun og skýrt skal tekið fram að engar kröfur eru gerðar um færni ljósmyndara og það er engin krafa um að vera með dýrustu græjurnar.

Enn er möguleiki á að gerast stofnfélagi í félaginu, en næsti fundur verður haldinn í 88 húsinu laugardaginn 4. febrúar klukkan 13 þar sem fólki gefst kostur á að ganga í félagið og hitta annað fólk með sama áhugamál.

Hægt er að ná sambandi við formann á [email protected].


Mynd: Frá stofnfundinum í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024