Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fékk viðurkenningu við útskrift úr HR
Vilhjálmur Maron ásamt unnustu sinni, Hrefnu Harðardóttur, og foreldrum sínum, þeim Atla Rafni Eyþórssyni og Ragnhildi Ragnarsdóttur.
Fimmtudagur 30. janúar 2014 kl. 09:30

Fékk viðurkenningu við útskrift úr HR

Ungur Keflvíkingur, Vilhjálmur Maroni Atlason, fékk viðurkenningu Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur.

Ungur Keflvíkingur, Vilhjálmur Maron Atlason, fékk viðurkenningu Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Skólinn brautskráði 202 kandídata við hátíðalega athöfn í Eldborgarsal Hörpu sl. laugardag. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, afhenti viðurkenninguna.

Útskriftarnemendur sem luku grunnprófi voru 141 talsins. Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild að þessu sinni eða 76. Næst flestir útskrifuðust frá tölvunarfræðideild eða 32. Þá lauk 61 nemandi meistara- eða doktorsnámi, 20 nemar luku meistaranámi frá lagadeild og 20 sömuleiðis frá tækni- og verkfræðideild.

Í dag er Háskólinn í Reykjavík stærsti tækniháskóli landsins og útskrifar tvo þriðju þeirra sem ljúka háskólanámi í tæknigreinum, helming þeirra sem ljúka námi í viðskiptafræði og þriðjung allra lögfræðinga. HR er jafnframt eini háskólinn á Íslandi sem hefur gildar alþjóðlegar vottanir á námsbrautum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024