Fékk leikfangabyssu á Þjóðhátíð
Ástþór Sindri Baldursson er tónlistarmaður og stundar nám við FS. Verslunarmannahelginni verður fagnað í heimahúsi með góðum vini með pilsner við hönd.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég og vinur minn hann Steini ætlum að tjalda í Valnum, grilla og fá okkur óáfenga drykki. Fyrir forvitna er Valurinn stofan heima hjá honum Steina.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Ætli það sé ekki aðallega félagsskapurinn sem skiptir mig máli. Annars er alltaf fínt að grilla og fá sér einn svellkaldan pilsner.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég hef einu sinni farið til Eyja og man alltaf eftir því. Það var árið 2001, minnir mig. Ég fékk leikfangabyssu. Það var stuð.