Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fékk jólagjöf frá löggunni þrjú ár í röð
Þriðjudagur 29. desember 2015 kl. 07:00

Fékk jólagjöf frá löggunni þrjú ár í röð

Björn Bergmann Vilhjálmsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði. Hann hefur staðið í ströngu með félögum sínum í björgunarsveitinni síðustu daga en gaf sér þó tíma til að svara nokkrum léttum jólaspurningum.

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Home alone myndirnar koma mér alltaf í jólaskapið.

Sendir þú jólakort eða hefur facebook tekið yfir?
Við sendum nokkur jólakort, annars fá allir jólakveðju á facebook.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Við fjölskyldan borðum og opnum pakkana heima, svo er flakkað á milli foreldrahúsa í matarboðum yfir hátíðina. Svo er það bara tærnar uppí loft og notið þess að vera með börnunum.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli það hafi ekki verið Mikka mús trommusett þegar ég var í kringum 6 ára. Þá var stillt sér uppá stofuborði og haldnir tónleikar fyrir fjölskylduna og systkini mín tóku þátt í því. Mikið stuð.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum?
Það var auðvitað pakkarnir sem voru í tugum talið, enda stór fjölskylda sem ég á. Það var líka alltaf tilhlökkun að taka þátt í getraununum sem lögreglan stóð á bakvið. Sá sem var dreginn út fékk afhenda bók að verðlaun á aðfangadagsmorgni. Ég vann þrjú ár í röð og má segja að það hafi orðið að smá hefð hjá mér.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Léttreyktur hamborgarhryggur.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Ætli það sé ekki bara á Þorláksmessu. Yfirleitt vinn ég rétt framyfir hádegi þann dag og svo kominn í jólafrí.

Hefur þú verið eða gætir þú verið hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Ég hef aldrei verið erlendis um jól, en gæti alveg hugsað mér að prufa það í framtíðinni.

Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn?
Það hefur sjálfsagt verið mikið áfall á þeim tíma.

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir jólatréið góða.

Hvernig verð þú jóladegi?
Við förum í mat til foreldra minna í hádeginu, svo er matarboð hjá tengdaforeldrum mínum um kvöldið. Þess á milli er ég yfirleitt að setja eitthvað dót saman fyrir börnin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024