Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fékk gullkorn frá börnunum
Miðvikudagur 8. febrúar 2012 kl. 09:58

Fékk gullkorn frá börnunum

Á mánudag var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Í tilefni dagsins hefur verið gefið út veggspjald með gullkornum frá börnum sem afhent var Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra á heilsuleikskólanum Króki. Veggspjaldið má sjá hér en Róbert hengdi það upp á áberandi stað á leikskólanum.

6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024