Fékk Bítla-áhuga í vöggugjöf
Jólatónar: Pálmar Guðmundsson
Pálmar Guðmundsson, sölu- og rekstrarstjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf - Kadeco, er mikill áhugamaður um tónlist og grípur í bassann þegar sá gállinn er á honum. Hann tengir lagið Ave Maria alltaf við jólahátíðina.
(Hér að neðan má hlusta á lög Pálmars á Spotify en einnig er hægt að smella á heiti lagana sem eru rauðlituð og hlusta þannig)
Þegar ég var gutti á Hlíðargötunni í Sandgerði sá ég svokallaða 68“ endurkomu tónleika Elvis. Hann var í svörtum leðurgalla og spilaður var rythmablús af gamla skólanum. Það var ekki að sökum að spyrja að ég varð forfallinn Elvis aðdáandi á stundinni. Útgáfa Elvis af laginu kom út á plötunni Elvis‘ Chrismas album árið 1957, flottur jólablús.
Þessi útgáfa lagsins var gefið út árið 1942. Það er einhver hátíðarbragur yfir þessari útgáfu sem erfitt er að henda reiður á. Þetta er lag sem maður setur á fóninn þegar maður les jólabækurnar við kertaljós og vindurinn lemur gluggann.
Ég fékk áhugann á Bítlunum í vöggugjöf. Hljómsveitin sem slík var þó ekki mikið að gefa út jólatónlist, en það var þó aðeins um það eftir að þeir fóru hver sína leið. Þetta lag er að mínu mati besta jólalag Bítils, og ekki skemmir boðskapur lagsins fyrir. Er þetta þrátt fyrir gaulið í Yoko Ono.
Það má ef til vill velta vöngum yfir því hvort þessi fallega tónsmíð Schubert sé eiginlegt jólalag, ég tengi það hins vegar alltaf við hátíðarnar. Þetta lag hefur verið gefið út í ótal útgáfum en sú sem mér finnst bera einna hæst er útgáfa Grísku dívunnar Mariu Callas. Óhemju fallegt.
Ég vildi ég væri – Ómar Ragnarsson
Ég get ekki valið uppáhalds jólalög án þess að tala um plötuna Skemmtilegustu lög Gáttaþefs. Þessa plötu hlustaði ég á næstum daglega frá 1. desember og fram að jólum ár eftir ár. Ég hefði viljað velja öll lögin af þessari plötu en þetta lag fékk þann heiður að komast á listann.