Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í Bláa lóninu
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2002 veður haldin í Bláa lóninu þann 23. mars nk. Nú stendur yfir lokaundirbúningur fyrir keppnina en fjórtán stúlkur af Suðurnesjum taka þátt í fegurðarsamkeppninni að þessu sinni. Stúlkurnar voru myndaðar í kvöld fyrir glæsilega kynningu TVF en stúlkurnar verða kynntar í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út í lok næstu viku. Myndir af stúlkunum munu einnig birtast í Víkurfréttum, á vef Víkurfrétta og í Kapalsjónvarpi Víkurfrétta.
Meðfylgjandi hópmynd tók Tobías Sveinbjörnsson af hópnum í stúdíói Víkurfrétta í kvöld.
Meðfylgjandi hópmynd tók Tobías Sveinbjörnsson af hópnum í stúdíói Víkurfrétta í kvöld.