Fegurðardrottningar: Dekur í Bláa Lóninu
Keppendur í fegurðarsamkeppni Suðurnesja létu dekra við sig í Bláa Lóninu í dag. Stelpurnar fengu nudd í Lóninu og slökuðu á í sólinni. Eftir nuddið og afslöppunina fengu þær sér að borða á veitingahúsinu í Bláa Lóninu. Þær voru mjög ánægðar með daginn og sögðu að það væri alltaf gott að fara í Bláa Lónið. Það styttist óðum í fegurðarsamkeppni Suðurnesja, en keppnin verður haldin þann 12. apríl nk.
Fleiri myndir frá dekurdegi fegurðardrottninga í Bláa Lóninu.
VF-ljósmyndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Fleiri myndir frá dekurdegi fegurðardrottninga í Bláa Lóninu.
VF-ljósmyndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson