Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Fegurðardrottning Íslands dansar í Fame
Miðvikudagur 14. apríl 2004 kl. 14:08

Fegurðardrottning Íslands dansar í Fame

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fegurðardrottning Íslands mun fara með danshlutverk í söngleiknum Fame sem settur verður upp í sumar. Ragnhildur mun fara með eitt af fjórum helstu danshlutverkum sýningarinnar, en þessa dagana er verið að ráða leikara í sýninguna.
Ragnhildur sagði í samtali við Víkurfréttir að hún væri mjög spennt fyrir hlutverkinu en æfingar hefjast í kringum 25. apríl. „Ég byrja snemma í prófalestri því prófin eru í maí. Maður verður að skipuleggja sig vel svo þetta smelli allt saman. Mér líst rosalega vel á þetta,“ sagði Ragnhildur en stefnt er að frumsýningu söngleiksins þann 15. júní næstkomandi.

Myndin: Ragnhildur ásamt Birgittu Haukdal á góðri stundu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn