Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fatamarkaður NFS í dag
Laugardagur 1. febrúar 2014 kl. 10:00

Fatamarkaður NFS í dag

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja mun halda fatamarkað á sal skólans í dag laugardag frá kl. 14-17. Öllum Suðurnesjabúum er velkomið að koma og gera góð kaup. Nemendur skólans verða þar með fatnað af öllu tagi til sölu.

„Við verðum ekki bara með föt fyrir okkar aldurshóp heldur verða föt á alla aldurshópa, þú getur fundið allt frá barnafötum og uppúr,“ sagði Elva Dögg Sigurðardóttir formaður NFS í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gestum verður svo boðið upp á atriði úr nýjum söngleik skólans, Dirty Dancing, klukkan 16:00. Svo verður leikhópurinn með góðgæti til sölu á meðan á markaðinum stendur. Fyrirhugað er að hefja sýningar á söngleiknum 20. febrúar næstkomandi.