Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fatamarkaður NFS - óska eftir strákum
Það verður Kolaportssteming á sal FS laugardaginn 1. febrúar. [email protected]
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 11:00

Fatamarkaður NFS - óska eftir strákum

Til styrktar Barnaspítala Hringsins

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja mun halda fatamarkað á sal skólans næstkomandi laugardag frá kl. 14-17. Öllum Suðurnesjabúum er velkomið að koma og gera góð kaup. Nemendur skólans geta leigt borð á 2500 kr og allur ágóði af seldum borðum fer til Barnaspítala Hringsins.

Óska eftir strákum

Það eru þegar í kringum 10 manns sem hafa leigt borð og munu verða með föt til sölu á markaðnum, enn er hægt að næla sér í borð. „Við vonumst til þess að fá miklu fleiri til þess að taka þátt í þessu með okkur, þetta eru allt stelpur sem hafa ákveðið að vera með en við viljum endilega fá strákana líka með! Við verðum ekki bara með föt fyrir okkar aldurshóp heldur verða föt á alla aldurshópa, þú getur fundið allt frá barnafötum og uppúr,“ sagði Elva Dögg Sigurðardóttir formaður NFS í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gestum verður svo boðið upp á atriði úr nýjum söngleik skólans, Dirty Dancing, klukkan 16:00. Svo verður leikhópurinn með eitthvað góðgæti til sölu á meðan á markaðinum stendur. Fyrirhugað er að hefja sýningar á söngleiknum 20. febrúar næstkomandi. Krakkarnir í Dirty Dancing hafa búið til like-síðu, endilega koma þar við og smella í eins og einn þumal, en þar eru frekari upplýsingar um sýningar.

Þau Arnar Eyfells og Aþena Eir Jónsdóttir fara með aðalhlutverk í Dirty Dancing.