Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fasteignasalar og húsbyggjendur
Hilmar Pétursson, fasteignasali til áratuga í Keflavík að sýna íbúð í byggingu á árum áður.
Laugardagur 9. október 2021 kl. 06:09

Fasteignasalar og húsbyggjendur

Það kennir margra grasa á ljósmyndasýningu Víkurfrétta í Bíósal Duus Safnahúsa. Við höfum í undanförnum blöðum birt nokkrar myndir og hér eru tvær áhugaverðar. Sú efri er af Keflvíkingnum Hallgrími Sigurðssyni sem er með hamar í hönd á húsþaki við Efstaleiti í bítlabænum en sú neðri er af Hilmari Péturssyni, fasteignasala, í nýrri íbúð sem var verið að kynna til sölu. Hilmar fagnaði 95 ára afmæli fyrir stuttu síðan og sendum við á Víkurfréttum honum okkar bestu afmæliskveðjur en Hilmar var traustur viðskiptavinur blaðsins á þriðja áratug.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hallgrímur Sigurðsson, ungur húsbyggjandi í Efstaleiti í Keflavík.