Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fast þeir sækja á grillið, þeir Suðurnesjamenn
Sunnudagur 13. júní 2004 kl. 15:44

Fast þeir sækja á grillið, þeir Suðurnesjamenn

Íslendingar eru kunnir fyrir að láta hið sérstaka og oft sérkennilega íslenska veður ekki stoppa sig í að framkvæma hlutina. Björn Maronsson í Sandgerði lét rigninguna ekki stoppa sig þegar hann kveikti undir grillinu og skellti marineruðu lambakjöti frá Norðlenska á grillið.
Björn náði í golf regnhlífina til að skýla sér í mestu skúrunum og sagði hann að kjötið hafi bragðast mjög vel. „Er maturinn ekki alltaf aðeins betri þegar maður þarf að hafa dálítið fyrir því að elda hann,“ sagði Björn með bros á vör þegar Víkurfréttir litu við í garðinn hjá honum.

Myndin: Já, fast þeir sækja á grillið, þeir Suðurnesjamenn. Björn Maronsson með regnhlífina góðu að grilla í rigninguni í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024