FARÞEGI ÁRSINS:
„Þessi er eðlilegur“Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu stóra og myndarlega eðlu í handfarangri farþega sem kom til landsins frá Kanada á nýársdag. Í gegnumlýsingartæki tollgæslunnar sáu menn fyrst beinagrind eðlunnar, sem síðan var tekin af lífi hjá Magnúsi og félögum í heilbrigðiseftirlitinu.TÉKKI ÁRSINS:Geturðu skipt þessu í þúsundkalla?Nígeríumaður skipti fölskum tékka í afgreiðslu Íslandsbanka í Keflavík á árinu og gerði tilraun til að komast til útlanda með féð, um 9 milljónir króna. Löggan og Tollurinn komu í veg fyrir að maðurinn kæmist utan með féð og hann síðar dæmdur til refsingar. Yfirgjaldkeri bankans var hins vegar látinn taka pokann sinn.MAT ÁRSINS:Hvað er milljón á milli vina?Verðgildi Hitaveitu Suðurnesja er rúmlega 8 milljarðar króna, átta þúsund milljónir. Þetta er niðustaða mats sem Kaupþing hf. vann fyrir fyrirtækið. Eigið fé Hitaveitunnar var um sjö milljarðar en samkvæmt orkulögum eiga öll orkufyrirtæki að verða að hlutafélögum innan eins árs frá því að þetta birtist. Það styttist því í að Hitaveita Suðurnesja verði háeff. Hitaveitan hagnaðist einnig verulega á árinu eins og fjórtán síðustu ár. Heitt fyrirtæki...NEF ÁRSINS:Viltu snýta þér strax„Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur í umræðum sínum um skipulag „á lóð fyrir fjölnota íþróttahús við Flugvallarveg“ gefið íbúum langt nef“, sagði minnihluti bæjarstjórnar í bókun á árinu.„Nebbahöllin...???“ÍSLANDSVINUR ÁRSINS:Gleymd’ann veskinu heima?Kevin Costner kom tvisvar til Suðurnesja á árinu. Í annað skiptið stoppaði hann bara í Leifsstöð og segir sagan að hann hafi hrifist af Berglindi Sigþórsdóttur, starfsstúlku í stöðinni og falast eftir símanúmeri hennar. Síðar á árinu sást til Magneu Guðmundsdóttur í Bláa lóninu með goðinu úr Dönsum við úlfa, og hvað þær heita allar saman... Magnea fylgdi Costner starfsins vegna, að sjálfsögðu...LANDNEMI ÁRSINS:Dú jú spík ÆslandikMyndarleg könguló gerði vart við sig á Kirkjuveginum í Keflavík þar sem hún hafði spunnið vef fyrir stofugluggann. Við sóum henni upp sem hættulegum innflytjanda, enda ekkert annað vitað. Fjölmargir fengu netta gæsahúð, enda fjölfætlingar sem þessir að finnast um allan bæ. Svo kom niðurstaðan: Sauðmeinlaus, en hrollvekjandi.STÚLKA ÁRSINS:Leggjalöng og fögur fiskvinnslukonaHildigunnur Guðmundsdóttir, þá fiskvinnslukona, var valin Ungfrú Suðurnes 1999 í Stapa. Þátttakendur í keppninni voru allir hinir glæsilegustu en Hildiguinnur var vel að titlinum komin. Hún var jafnframt með fegurstu fótleggina í keppninni. Lagleg stúlka þar...