Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 13:11

Farfuglar „sofa hjá“ systrum í Innri Njarðvík

Í Innri-Njarðvík er rekið farfuglaheimili, sem er staðsett á Njarðvíkurbraut 48-50. Heimilið, sem hefur rúm fyrir 48 manns, er í eigu þriggja systra og sjá þær sjálfar um allan rekstur. Hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi eða í uppábúnum rúmum og er morgunverður innifalinn í verði. Fyrir þá sem koma með flugi á Keflavíkurflugvöll er sækningarþjónusta að einhverju leyti. Á Farfuglaheimilinu er einnig reiðhjólaleiga, en mikið er af skemmtilegum göngu- og reiðhjólaleiðum í kringum Innri-Njarðvík. Margir skoða kirkjuna á staðnum, en einnig er tiltölulega fljótlegt að hjóla inn í Reykjanesbæ og sækja þangað ýmsa þjónustu. Mikið hefur verið pantað af gistingu fyrir sumarið og eru það jafnt einstaklingar sem hópar sem nýta sér þetta form gistingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024