Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Farandleikhús í Landsbankanum
Þriðjudagur 24. október 2006 kl. 13:45

Farandleikhús í Landsbankanum

Brot úr sögu banka

Afmælisár Landsbankans hófst þann 1. júlí s.l. en þá voru 120 ár frá opnun bankans í Bakarabrekku í Reykjavík, sem nú heitir Bankastræti. Afmælishátíðin hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni enda margháttaðir viðburðir verið tengdir afmælinu um land allt í afar veglegri og fjölbreyttri dagskrá.

Í vikunni bauð Landsbankinn til leiksýningar í útibúi bankans, sem er Farandleikhús Landsbankans. Þetta er leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans árin 1886-2006. Dagskráin heitir einfaldlega Brot úr sögu banka. Handritið skrifaði Felix Bergsson en leikarar voru Björgvin Franz Gíslason, Jakob Þór Einarsson og Kristjana Skúladóttir.

Fjölmargir lögðu leið sína í útibú Landsbankans í Keflavík þennan eftirmiðdag á mánudegi og nutu stórskemmtilegrar dagskrár. Eftir leiksýningu heilsaði Sproti upp á yngstu gestina en þessir vinir Sprota voru síðan kvaddir með Sprotagjöf.

Útibú Landsbankans í Keflavík á sér ekki jafnlanga sögu en engu að síður mjög skemmtilega, því starfsemin teygir sig inn fyrir dyr Kaupfélags Suðurnesja og starfaði fyrst í umboði Kaupfélagsins frá 1964 eða fyrir 42 árum síðan. Síðan tók Samvinnubankinn við sem sjálfstætt útibú frá febrúar 1965 og sameinaður við Landsbanka Íslands frá 8. apríl 1991.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024