Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fara með föt í Rauða Krossinn
Mánudagur 25. desember 2017 kl. 09:00

Fara með föt í Rauða Krossinn

Guðmundur Lárusson starfar þessa dagana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í „catering“ hjá WOW air. Í haust stefnir hann á háskólanám í verkfræði. Guðmundur á einungis eftir að kaupa eina jólagjöf en meðal þess sem hann gefur á jólunum í ár eru föt til Rauða Krossins.

Hvar varstu á aðfangadegi?
„Hjá mömmu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Það eru alltaf sömu jólaboð á sama stað. Það er laufabrauðsgerð í byrjun desember hjá Ingu, kærustu minni. Hjá pabba er hefð að púsla nýju púsli á Þorláksmessu. Alltaf blómkálsúpa í hádeginu á aðfangadag. Svo eru tvö jólaboð á jóladag, ég fer alltaf í mat hjá mömmu hennar mömmu og eftirrétt hjá mömmu hans pabba. Hjá Ingu er hefð að hittast og drekka heitt súkkulaði og borða smákökur á jóladag. Svo hlakka ég bara til að búa til nýjar hefðir um jólin á næstunni.“

Hvað borðaðir þú á aðfangadag?
„Reyktur lambahryggur var í matinn.“

Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Það er alltaf kósý að labba Hafnargötuna á Þorláksmessu.“

Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Við Inga gefum um það bil fimm poka af fötum í Rauða Krossinn.“