Fanney Bjarna sýnir í Flösinni
Fanney Bjarnadóttir hefur opnað myndlistarsýningu í Flösinni í Garði. Á sýningunni eru málverk sem flest hver sýna landslag hér á Suðurnesjum séð með augum Fanneyjar.
Fanney er úr Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1972. Hún hefur sótt nokkur myndlistarnámskeið hjá þekktum leibeinendum og listamönnum og tekið þátt í samsýningum.
Sýningin verður opin fram í miðjan nóvember á opnunartíma Flasarinnar.
Ljósmynd/OK – Flösin á Garðskaga