Fannar er skemmtilegur FS-ingur: „Gymmið gefur“
-Fannar Gíslason er FS-ingur vikunnar
Á hvaða braut ertu?
„Fjölgreinabraut.“
Hvaðan ertu og aldur?
„Ég er 18 ára úr Keflavík.“
Helsti kostur FS?
„Kennararnir eru flestir mjög þægilegir, svo er líka gaman að vera í skóla með öllum „boysurunum“.“
Hver eru þín áhugamál?
„Fótbolti og bíómyndir/þættir, mig hefur alltaf langað að leika í mynd eða einhverju slíku.“
Hvað hræðist þú mest?
„SoFloAntonio.“
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
„Arnór Snær fyrir snap-frægðina sína, svo mun allt fara í vaskinn eins og hjá Enska.“
Hver er fyndnastur í skólanum?
„Ég hlæ oft að Óskari Arnars, annars er ég líka eitthvað annað fyndinn.“
Hvað sástu síðast í bíó?
„Ég er ekki alveg klár á því, IT eða eitthvað.“
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
„Stakar sígarettur, sérstaklega eftir erfið próf (neeeh).“
Hver er þinn helsti kostur?
„Ég er mjög skemmtilegur.“
Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér?
„Örugglega Snapchat.“
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
„Frjáls mæting eða einingar fyrir störf í þágu nemendafélagsins.“
Hvað heillar þig mest í fari fólks?
„Ég dýrka fólk með góðan húmor.“
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
„Virkilega gott, það er nánast „kaffihúsakvöld" á hverjum fimmtudegi.“
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
„Veit ekki hver stefnan er en mér hefur alltaf fundist gaman að leika og koma fram.“
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
„Það er nálægt flugstöðinni og svo er það bara mjög þægilegt.“
Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
„Þúllari í Bugsy og pizzatilboð á Ungó.“
Eftirlætis-
Kennari: Gummi efnafræði.
Mottó: Gymmið gefur.
Sjónvarpsþættir: Akkúrat núna er það Peaky Blinders.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Post Malone.
Leikari: Cillian Murpy eða James Franco.
Hlutur: Fidget spinnerinn minn.