Mannlíf

Fann innri frið í Flatey á Breiðafirði
Laugardagur 1. september 2018 kl. 11:15

Fann innri frið í Flatey á Breiðafirði

– Sigurbjörn Arnar Jónsson, rekstrarstjóri, rifjar upp sumarið 2018

HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018// „Ég skaust til Akureyrar fyrstu helgina í maí á árshátíð Round Table og var þar í góðum hópi. Hins vegar var það ferðalag sem stóð uppúr dagsferð til Flateyjar í júlí á meðan að ég var í sumarbústað í Svartagili í Borgarfirði. Þangað hafði ég ekki komið síðan áttatíu og eitthvað og alveg komin tími til að kíkja á þessa paradís og tímavél aftur eftir langt stopp. Ótrúlega gaman að koma þarna og sjá öll fallegu húsin og fuglalífið og að ógleymdri kirkjunni. Þarna fann maður innri frið sem maður finnur ekki auðveldlega í amstri hversdagsins,“ segir Sigurbjörn Arnar Jónsson, rekstrarstjóri, þegar hann er spurður út í sumarið 2018.
 
Hvernig verður svo Ljósanótt?
„Fastur liður er að sjálfsögðu árgangagangan sem ég hlakkaði mikið til að mæta í þegar að ég bjó úti í Danmörku. Missti þó af henni í fyrra. Kjötsúpan er alltaf snilld og svo auðvitað laugardagskvöldið eins og það leggur sig. Núna koma fornbílarnir loksins aftur að einhverju leyti og er það fagnaðarefni. Aukabónus er líka fleiri leiktæki en áður núna og kominn tími til og svo fyrir matmann eins og mig er alltaf gaman að prófa hina mörgu matarvagna,“ segir Sigurbjörn Arnar Jónsson.
 


Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024