Fáni Njarðvíkurskóla dreginn að húni
Valbjörg Ómarsdóttir nemandi í 10 bekk fékk í gær viðurkenningu fyrir hönnun á nýju merki fyrir Njarðvíkurskóla. Við sama tækifæri var fánanum flaggað í fyrsta skipti að viðstöddu fjölmenni. Í vetur var haldin samkeppni um hönnun á nýju merki fyrir Njarðvíkurskóla. Fjöldi nemenda tók þátt í keppninni og bárust margar góðar tillögur. Hugmynd Valbjargar að merki varð fyrir valinu og sá Eric Farley sem er myndmenntakennari og grafískur hönnuður um keppnina og bjó merkið til prentunar.