Fallegur himinn í Grindavík á áramótunum
Björgunasveitin Þorbjörn stendur fyrir flugeldasölu í húsi björgunarsveitarinnar að Seljabraut 10 fyrir þessi áramót. Grindvíkingar geta farið að kaupa flugelda kl. 10 föstudaginn 28. desember en þar verða til sölu allar leyfilegar tegundir af stórum og smáum flugeldum og margt fleira fyrir áramótagleðina, hattar, stjórnuljós og önnur ljós.
„Grindvíkingar eru rosalega skotglaðir og það er fallegur himinn yfir Grindavík á gamlárskvöld“, sagði Pétur Breiðfjörð yfirmaður flugelda hjá Björgunarsveitinni þegar VF höfðu samband við hann. Hann vildi jafnframt hvetja Grindvíkinga til þess að versla í heimabyggð en þeir hafa ávalt verið duglegir að styðja við bakið á sveitinni. Líkt og síðustu tvö ár stendur Björgunarsveitin Þorbjörn fyrir flugeldasýningu á þrettándanum sem verður eflaust ljósasýning í hæsta gæðaflokki.
„Grindvíkingar eru rosalega skotglaðir og það er fallegur himinn yfir Grindavík á gamlárskvöld“, sagði Pétur Breiðfjörð yfirmaður flugelda hjá Björgunarsveitinni þegar VF höfðu samband við hann. Hann vildi jafnframt hvetja Grindvíkinga til þess að versla í heimabyggð en þeir hafa ávalt verið duglegir að styðja við bakið á sveitinni. Líkt og síðustu tvö ár stendur Björgunarsveitin Þorbjörn fyrir flugeldasýningu á þrettándanum sem verður eflaust ljósasýning í hæsta gæðaflokki.