Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fallegur flygill í sérstökum sal
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 21:33

Fallegur flygill í sérstökum sal

Nýr flygill í eigu Listasafns Reykjanesbæjar var vígður með tónleikum um síðustu helgi. Tónleikarnir fóru fram í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Ýmsir listamenn komu fram og m.a. var flutt tónlist eftir Anton Dvorak og Edward Grieg.Þeir listamenn, sem fram komu voru Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir, en þær eru allar kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, og síðast en ekki síst lék Jónas Ingimundarson á flygilinn og spjallaði eins og honum einum er lagið.

Myndin: Frá vígsluhátíð þessa glæsilega hljóðfæris í DUUS-húsum um síðustu helgi. VF/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024