Fallegt sjónarspil á himni
- sem kennarar Garðasels náðu á mynd.
Þessa fallegu mynd fengum við hjá Víkurfréttum senda frá kennurum í leikskólanum Garðaseli í Reykjanesbæ. Myndin var tekin sl. mánudag þegar samspil skýja og sígandi sólar varpaði kallaði fram fallegt sjónarspil á himni.
Með tilkomu snjallsíma grípa margir slík augnablik og dreifa á samfélagsmiðlum. Það er örugglega líka ágætt að gleyma sér í argaþrasi hversdagsleikans og njóta fallegra litbrigða náttúrunnar allt um kring.
Víkurfréttir hvetja starfsfólk leikskóla til að senda myndir úr daglegu starfi í [email protected].

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				