Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ verðlaunaðar
Fimmtudagur 30. desember 2021 kl. 20:07

Fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ verðlaunaðar

Viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ voru afhentar á Byggðasafninu á Garðskaga á stysta degi ársins þann 21. desember. Rakel Ósk Eckard, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, tilkynnti um viðurkenningarnar sem að þessu sinni voru fjórar.

Ljósahús Suðurnesjabæjar 2021 er Stafnesvegur 22 í Sandgerði og Jólahús Suðurnesjabæjar 2021 er Skagabraut 16 í Garði. Eigendur húsanna fengu hver um sig gjafabréf frá HS veitum sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni. Sérstakar viðurkenningar fyrir fallegar skreytingar fengu íbúar Garðbrautar 77 í Garði og Hólagötu 12 í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Athöfnin fór fram eins og áður sagði á Byggðasafninu á Garðskaga þar sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, flutti stutt ávarp og Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, sagði stuttlega frá safninu sem gengur nú í endurnýjun lífdaga og fékk m.a. úthlutun frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir verkefni sem ætlað er að halda utan um sögu verslunar í sveitarfélaginu. Þá lék Sigurður Smári Hansson nokkur jólalög fyrir gesti ásamt því að boðið var upp á veitingar frá Green Salad Story sem staðsett er í Suðurnesjabæ.