Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fagurkeri við Klapparstíg
Sunnudagur 28. desember 2014 kl. 09:00

Fagurkeri við Klapparstíg

Öðruvísi jólaskraut hjá Stínu Sæm

Kristín Anna Sæmundsdóttir er mikill fagurkeri. Hún hefur gert ansi fallegt og notalegt í kringum sig á huggulegu heimili sínu í gamla bænum í Keflavík. Hún hefur verið dugleg að blogga undanfarin ár, aðallega þá um fallega hluti sem verða á vegi hennar. Eins er hún sjálf að föndra og búa til ýmsa skemmtilega hluti. Stína bauð blaðamanni Víkurfrétta í kaffi og sýndi honum glæsilegt heimili sitt sem er hátíðlega skreytt núna á aðventunni. Stína býr ásamt Gunnari manni sínum í stórglæsilegu húsi við Klapparstíg, sem áður hét Loftstaðir og var staðsett þar sem Hornbjargið svokallaða er staðsett á gatnarmótum Tjarnargötu og Kirkjuvegs.

Skreytingarnar hafa flestar hverjar orðið til í höndum Stínu og eru þær flestar frumlegar og öðruvísi. Hún notast við látlausa liti, hvítan, grænan og brúnan að miklu leyti. Heimili hennar er einmitt í þessum litum þar sem gömul húsgögn með sál fá að njóta sín til fullnustu eins og sjá má á myndunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stína bloggar á slóðinni http://stinasaem.blogspot.com/

Kristín föndrar þessar skemmtilegu stjörnur sjálf.

Kristín býr í glæsilegu húsi í gamla bænum í Keflavík.