Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fagrir tónar hjá barnakórum Suðurnesja
Sunnudagur 20. apríl 2008 kl. 18:01

Fagrir tónar hjá barnakórum Suðurnesja



Glæsilegur hópur barna var saman kominn í Íþróttahúsinu í Garði í dag á lokahátíð kóramóts allra barnakóra á Suðurnesjum. Þetta var hápunkturinn á skemmtilegri helgi þar sem rúmlega 100 börn og kórstjórar þeirra komu saman við leik og söng.

Á lokatónelikunum sungu kórarnir, fyrst hver fyrir, en að lokum allir í einu. Voru tónleikarnir afar vel sóttir og stóðu krakkarnir sig frábærlega.

Aðstandendur mótsins vonast til að reynslan á mótinu og vinna með öðrum kórum verði börnunum hvatning jafnt sem skemmtun. Einnig vilja þeir vekja athygli á barnamenningu á svæðinu og því uppeldis – og tónlistarstarfi sem fram fer í kórunum.

VF-mynd/Þorgils - Sameinaður barnakór Suðurnesja tekur lagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024