Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fagna fjölbreytileikanum á fjölskylduhátíð
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 14:35

Fagna fjölbreytileikanum á fjölskylduhátíð

Nú eftir áramót buðu samtökin Móðurmál upp á tungumálakennslu fyrir tvítyngd börn á Suðurnesjum. Slíkt hafði ekki verið áður í boði og því margir sem sóttu kennslu um helgar til höfuðborgarsvæðisins. Að sögn Kriselle Lou gekk vorönnin á Suðurnesjum vel. „Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar var tilbúin að aðstoða okkur og við fengum að hafa kennsluna í Myllubakkaskóla og var samstarfið við skólann mjög gott,“ segir hún.

Boðið var upp á kennslu í pólsku, litháísku, filippseysku, arabísku og ensku og voru nemendur 35 talsins. Kennararnir sinntu allir starfi sínu í sjálfboðavinnu. „Sjálfboðakennararnir fóru á námskeið um móðurmálskennslu og fjöltyngda nemendur á vegum samtakanna Móðurmál og aftur verður boðið upp á námskeið í haust. Kriselle segir þau stefna ótrauð á að halda kennslunni áfram næsta skólaár. „Okkur vantar þó fleiri sjálfboðakennara því við viljum bæta fleiri tungumálum við.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Næsta laugardag, þann 30. apríl, halda Samtökin Móðurmál fjölskylduhátíð í sal Myllubakkaskóla á milli klukkan 11 og 13. Á hátíðinni verða tungumálahóparnir með bása og sýna kennsluefni og bækur. Boðið verður upp á ýmsa smárétti frá mismunandi löndum og leiki fyrir börnin. „Hátíðin er frábært tækifæri til að fagna fjölbreytileikanum og það eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir Kriselle.