Fagna 40 ára afmæli FS með opnu húsi
Afmæli Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður fagnað næsta laugardag með opnu húsi frá klukkan 13:00 til 16:30. Hátíðardagskrá hefst á sal skólans klukkan 14:00 og að henni lokinni verða tónleikar þar sem fyrrum nemendur skólans koma fram, þeirra á meðal Hljómsveitin Klassart, Valdimar Guðmundsson, Dagný Halla, Drengjabandið og þeir Davíð Ólafsson, Stefán og Helgi sem skipa duett.is
Gamlir nemendur eru sérstaklega hvattir til að safnast saman og eiga góða stund.