Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fagmennska, fórnir og gleði
Björgunaraðgerðir á Fimmvörðuhálsi.
Miðvikudagur 30. apríl 2014 kl. 15:00

Fagmennska, fórnir og gleði

Fögnuður vegna 10 ára og 20 ára afmælis.

„Það er rosalega gaman að hafa séð starfið dafna svona eftir að sveitirnar voru sameinaðar. Einingin sem slík er margfalt öruggari í alla staði og framtíðin er mjög björt,“ segir Kári Viðar Rúnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sem er tvítug í ár. Hann segir að mikinn tíma og orku hafa farið í að gera sveitina að því sem hún er í dag. „Við erum að tala um gríðarlega margar vinnustundir hjá góðum mannskap. Stærri sveit kallar á fleiri verkefni, meiri vinnu og stærra svæði. Keflavíkurflugvöllur er alltaf að stækka og fleiri útlendingar koma til landsins sem þýðir fleiri bílaleigur og ennþá fleiri verkefni. Svona hefur strúktúrinn verður undanfarin 5-6 ár.“



Allt að 42 í einu útkalli
Kári segir u.þ.b. 20 manns mynda kjarnahóp sem alltaf sé hægt að reiða sig á , sama hvað á gangi. „Svo eru margfalt fleiri félagsmenn sem koma að stærri verkefnum og stærri útköllum. Allt að 42 manns fóru sem fulltrúar okkar í Suðurlandsskjálftanum 2008. Þá komu gömlu „refirnir“ sem hafa verið duglegir að endurmennta sig hjá okkur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar frá Slysavarnardeildinni Dagbjörgu í forvarnastarfi.

Fjölskyldufólk í meirihluta
Langflestir félagsmanna er fjölskyldufólk og Kári segir að stundum fari óhemjutími fjarri fjölskyldum og atvinnurekendum í starfið. „Það er alltof sjaldan metið sem slíkt. Almennt séð er viðhorf atvinnurekenda til björgunarsveitarfólks gott. Ef við ættum ekki svona góðar fjölskyldur og vinnuveitendur þá gengi þetta ekki upp,“ segir Kári. Hryggjarsúlan í starfinu séu síðan fyrirtæki, stofnanir og fólkið í samfélaginu sem hafa stutt við bakið á sveitinni með fjárframlögum og í fjáröflunum. „Það hefur oft verið erfitt að reka sveitina og mörg fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum standa verr en fyrir hrun. Það skiptir máli fyrir okkar samfélag að fyrirtækin standi vel.“

Karlmenn eru velkomnir
Slysavarnadeildin Dagbjörg, sem áður hét Kvennasveitin Dagbjörg, var stofnuð 2004. „Með breytingunni var stigið skref í áttina að samtímanum og í takt við samfélagið því sveitin er slysavarnadeild en ekki kvennasveit. Við erum eining undir Landsbjörg, bakhjarl björgunarsveitanna, og sinnum fyrst og fremst slysavarnaverkefnum. Karlmenn eru meira en velkomnir,“ segir Hanna Vilhjálmsdóttir, formaður Slysavarnasveitarinnar Dagbjargar. Sveitin hefur þó frá byrjum sinnt slysavörnum en ekki verið auglýst sem slík. „Landsátakið Glöggt er gests augað er stærsta verkefnið okkar. Þá heimsækjum við alla sem eru orðnir 76 ára og athugum með forvarnir á heimilum þeirra. Okkar draumur er að fara víða um sveitarfélagið og skoða hvar hættur gæru leynst í umhverfinu.“

Landsátakið Glöggt er gests augað.

Eflandi og mannbætandi
Hanna segir félagsskapinn hafa heillað sig og að gott sé að starfa með þessu óeigingjarna fólki. „Þetta einkennist af fagmennsku og gleði. Ég hef eflst svo mikið sem manneskja og við fáum svo mikið til baka frá þeim sem við sýnum athygli. Þessi félagsskapur er vel metinn mjög víða og við finnum fyrir stuðningi frá samfélaginu.“ Tekjur deildarinnar eru eingöngu fengnar úr fjáröflunum en einnig hefur verið sótt um styrki en deildin er erum ekki í árlegum útlhutunum.

„Við erum 15-20 virkir félagsmenn, frá tvítugu og upp úr, og talsvert fleiri á félagaskrá. Við erum í góðum samskiptum og samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes. Þetta er svo gefandi,“ segir Hanna að lokum.

Í tilefni af afmæli sveitanna tveggja verður boðið til sameiginlegrar afmælishátíðar í húsi Björgunarsveitarinnar Suðurnes á morgun, 1. maí, á milli kl. 15 og 18, að Holstsgötu 51 í Njarðvík. Allir eru velkomnir.

Dagbjargarkonur taka við gjöf frá velunnurum.