Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fagaðilar en ekki moðhausar sem ráða för
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 20. apríl 2020 kl. 09:14

Fagaðilar en ekki moðhausar sem ráða för

Tómas J. Knútsson, framkvæmdastjóri Bláa hersins, hlýðir Víði og var að mestu innan lóðarmarka heimilisins um páskana.

– Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég fékk egg númer 4 frá Nóa með Trompi. Át það „óvart“ á skírdag en átti annað lítið sem vara. Þar stóð: „Handaverkin lifa hvers lengst.

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk?

Ég hringi mikið en var að fá mér vefmyndavél fyrir tölvuna og get þá notað Zoom og Skype fyrir fundi og fleira.

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?

Dætur mínar og fjölskyldur þeirra sem ég elska meir en allt.

– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19?

Ég er ofsalega sáttur með þau viðbrögð og það teymi sem stjórnar hér á Íslandi. Við megum prísa okkur sæl að hér eru það fagaðilar en ekki moðhausar sem ráða för.

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum?

Mannkynið þurfti að núllstilla og það er það sem verið er að gera hér. Þegar þessu yfirlýkur ætla ég rétt að vona að fólk átti sig á því hvað á að vera í forgang, það eru umhverfismál og virðing fyrir kærleika og ást.

– Ertu liðtækur í eldhúsinu?

Það er ekki oft kvartað yfir matseldinni minni sem betur fer.

– Hvað finnst þér virkilega gott að borða?

Hægeldaður matur, læri, kalkúnn, hryggur, hamborgarhryggur með öllu tilbehör á danska vísu.

– Hvað var í páskamatinn?

Hægeldaður kalkúnn með öllu, hann var geggjaður og fyllingin, maður lifandi.

– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda?

Grilla hamborgara á sumrin og grilla humar með hvítlaukssmjöri.

– Hvað var bakað síðast á þínu heimili?

Smákökur um jólin. Frúin sá um það.

– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn?

Góðan plokkfisk og þrumara með.

– Hvað hefur gott gerst í vikunni?

Heyrði í lóunni syngja.

– Hvað hefur vont gerst í vikunni?

Ég held að ég hafi eitthvað þyngst undanfarna daga.

— Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?

Ef þú mættir ráða Íslandi í einn dag hvað myndir þú gera?

Myndi stofna sjóð sem myndi eyða fátækt á Íslandi og koma öllum í öruggt húsaskjól, eftir það má gera margt annað.

MARGT FLEIRA Í FJÖLBREYTTUM 76 BLS. VÍKURFRÉTTUM VIKUNNAR