Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fært úr stað - í Saltfisksetrinu
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 17:25

Fært úr stað - í Saltfisksetrinu

Næstkomandi laugardag verður opnuð listasýning í Saltfisksetri Íslands í Grindavík undir yfirskriftinni „Fært úr stað“. Þar eru á ferð María Jónsdóttir og Ólöf Helga Guðmundsdóttir, en þær útskrifuðust báðar frá Listaháskóla Íslands árið 2000.  Verk Maríu eru skúlptúrar, samsettir og ósamsettir, en Ólöf Helga teflir fram „þrívíðum kyrralífsmyndum“. 
Opnunin hefst kl. 14 á laugardaginn., en sýningin stendur til og með 16. ágúst.  Saltfisksetrið að Hafnargötu 12a er opið frá kl. 11 –18 alla daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024