Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Færi í sund í bænum fyrir þúsund kall
Laugardagur 28. apríl 2018 kl. 07:00

Færi í sund í bænum fyrir þúsund kall

Ingi Steinn Ingvarsson er FS-ingur vikunnar

FS-ingur:  Ingi Steinn Ingvarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á hvaða braut ertu? Ég er á Íþróttabraut

Hvaðan ertu og aldur. Ég er 18 ára Grindvíkingur í húð og hár.

Helsti kostur FS? Maður þekkir svo marga og stutt frá Grindavík.

Hver eru þín áhugamál? Áhugamálin mín eru aðallega fótbolti svo sem finnst mjög gaman að vera í kringum vini mína og gera eitthvað skemmtilegt.

Hvað hræðist þú mest? Ég er sjúklega hræddur við geitunga.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Dröfn Einarsdóttir frænka, vegna hæfileikana og dugnaðinn sem hún hefur í fótbolta.

Hver er fyndnastur í skólanum? Svenni Haralds fær mitt atkvæði, ólýsandi fyndinn gaur.

Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Sá síðast myndina Rampage.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það yrði skemmtilegt að fá Nocco í mötuneytið.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög jákvæður og alltaf hægt að plata mig í eitthvað

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég yrði ekki lengi að breyta nýjum mætingar reglununum.

Hvað heillar þig mest í fari fólks? Kurteisi verð ég að segja

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara mjög fínt samt alltaf hægt að bæta, en annars ekkert til að kvarta yfir

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég mun spila fótbolta eins lengi og get annars eftir það líklega þjálfun eða eitthvað tengt íþróttum

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Hægt að gera allt og mjög nálægt Reykjavík

Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Myndi fara í sund í bænum með sys.
Eftirlætis-
Kennari: Elísabet Karls er mjög næs.
Mottó: Hakuna Matata.
Sjónvarpsþættir: Er mikill áðdáandi sjóvarpsþáttinn Arrow.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Ed Sheeran allan daginn.
Leikari: Leonardo Dicaprio.
Hlutur: Nike úlpan mín.