Færðu Velferðarsjóði 400 þúsund krónur
Hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvarsson í Garði færðu Velferðarsjóði Suðurnesja 400 þúsund krónur sem þau afhentu Þórunni Þórisdóttur, forstöðukonu sjóðsins, en í mörg ár hafa þau fært góðum aðilum á Suðurnesjum styrk fyrir jólin.
Styrkurinn er veittur í minningu sonar þeirra hjóna, Sigurðar Sigurðssonar, en hann lést árið 1985, fimmtán ára gamall.
Sigurður Ingvarsson hefur lengi séð um raflagnavinnu í tengslum við jólaljós í kirkjugarðinum við Útskálakirkju. Gjald sem greitt hefur verið fyrir þá þjónustu hjá Sigurði hefur hann svo látið renna til góðgerðarmála mörg undanfarin ár.