Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Færðu Velferðarsjóði 400 þúsund krónur
Sigurður Ingvarsson, Kristín Guðmundsdóttir, kona hans, og dæturnar Guðlaug og Jóna með Þórunni Þórisdóttur frá Velferðarsjóði Suðurnesja. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 4. desember 2020 kl. 11:32

Færðu Velferðarsjóði 400 þúsund krónur

Hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvarsson í Garði færðu Velferðarsjóði Suðurnesja 400 þúsund krónur sem þau afhentu Þórunni Þórisdóttur, forstöðukonu sjóðsins, en í mörg ár hafa þau fært góðum aðilum á Suðurnesjum styrk fyrir jólin.

Styrkurinn er veittur í minningu sonar þeirra hjóna, Sigurðar Sigurðssonar, en hann lést árið 1985, fimmtán ára gamall.

Sigurður Ingvarsson hefur lengi séð um raflagnavinnu í tengslum við jólaljós í kirkjugarðinum við Útskálakirkju. Gjald sem greitt hefur verið fyrir þá þjónustu hjá Sigurði hefur hann svo látið renna til góðgerðarmála mörg undanfarin ár.






Dubliner
Dubliner