Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Færðu tjaldbúa skjólfatnað
Tryggvi Hansen býr í tjaldi og tók skjólfatnaðinum og fulltrúa Voot Beitu fagnandi. Ljósmynd/grindavik.is
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 10:00

Færðu tjaldbúa skjólfatnað

Fyrirtækið Voot Beita í Grindavík færði Tryggva Hansen, tjaldbúa í Reykjavík, stígvél , buxur, sjóstakk og annan skjólfatnað á dögunum. Sagt er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar

Tryggvi smíðaði tjaldið og er það staðsett í skógi á Reykjavíkursvæðinu. Hann er Grindvíkingum vel kunnugur enda hannaði hann Sólarvé þeirra ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrum bæjartæknifræðingi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tryggvi frétti af því að hjá Voot Beitu í Grindavík væru seld afbragðs góð stígvél og eftir að hann falaðst eftir einu pari bætti fyrirtækið um betur og afhenti houm ýmsan skjólfatnað sem án efa á eftir að koma sér vel í frostinu.