SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Færðu tjaldbúa skjólfatnað
Tryggvi Hansen býr í tjaldi og tók skjólfatnaðinum og fulltrúa Voot Beitu fagnandi. Ljósmynd/grindavik.is
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 10:00

Færðu tjaldbúa skjólfatnað

Fyrirtækið Voot Beita í Grindavík færði Tryggva Hansen, tjaldbúa í Reykjavík, stígvél , buxur, sjóstakk og annan skjólfatnað á dögunum. Sagt er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar

Tryggvi smíðaði tjaldið og er það staðsett í skógi á Reykjavíkursvæðinu. Hann er Grindvíkingum vel kunnugur enda hannaði hann Sólarvé þeirra ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrum bæjartæknifræðingi. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Tryggvi frétti af því að hjá Voot Beitu í Grindavík væru seld afbragðs góð stígvél og eftir að hann falaðst eftir einu pari bætti fyrirtækið um betur og afhenti houm ýmsan skjólfatnað sem án efa á eftir að koma sér vel í frostinu.