Færðu krabbameinslækningardeild höfðinglegar gjafir
Team Auður komu færandi hendi
Hópurinn Team Auður, sem stofnaður var í minningu Auðar J. Árnadóttur sem lést úr krabbameini í desember árið 2012, kom færandi hendi á Landspítalann skömmu fyrir jól. Hópurinn hafði haldið golfmót og hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu 2013 til styrktar krabbameinslækningardeildar 11E á Landspítalanum. Það voru dætur Auðar heitinnar og vinir þeirra sem stofnuðu hópinn en þau færðu deildinni hvorki meira né minna en þrjá flatskjái, kaffivél, örbylgjuofn og stólvigt.
Mynd þessi birtist á facebook-síðu Landspítalans þar sem segir að gjafirnar muni koma að góðum notum fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk deildarinnar.