Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Færðu HSS risasjónvarp og aðrar góðar gjafir
Sunnudagur 31. desember 2006 kl. 14:48

Færðu HSS risasjónvarp og aðrar góðar gjafir

Toyota á Íslandi vakti mikla kátínu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni þegar þeir komu færandi hendi með risasjónvarp, dvd spilara, bíómyndir og stærðarinnar konfektkassa. Gjöfin er liður í góðgerðarstarfsemi Toyota á Íslandi í samstarfi við útibú Toyota víðsvegar um landið.

 

Bryndís Sævarsdóttir, hjúkrunarstjóri D-deildar hjá HSS, tók á móti gjöfunum frá Ævari Ingólfssyni úr Toyotasalnum í Reykjanesbæ. Toyota á Íslandi gaf sjónvarpið sem 42 tommur að stærð og Linkurinn í Reykjavík gaf veggfestingarnar. Ævar og Toyotasalurinn í Reykjanesbæ bættu svo um betur og mættu með dvd spilarann og nokkrar bíómyndir.

 

VF-mynd/ [email protected]Bryndís Sævarsdóttir og Ævar Ingólfsson við afhendingu gjafanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024