Færðu Björginni 50 þúsund krónur
Fulltrúar árgangs 1957 mættu í Björgina í morgun og færðu starfseminni 50 þúsund króna styrk, en peningarnir eru ágóði af dansleik sem árgangurinn efndi til fyrir skemmstu með hljómsveitinni Júdas. Peningagjöfin er afhent í minningu látinna skólasystkina.
Starfið á Björginni hefur verið í örum vexti síðan starfsemi hennar hófst fyrir rúmum tveimur árum. Markmið Bjargarinnar er m.a. að rjúfa félagslega einangrun þeirra er eiga við geðrænan vanda, efla sjálfstæði þeirra sem og að auka þekkingu almennings á málefnum geðsjúkra.
Í Björginni njóta skjólstæðingar félagslegrar samveru, fræðslu og fást við ýmis þjálfunar- og tómstundaverkefni.
Mynd: Frá afhendingu gjafarinnar í morgun, talið frá vinstri Rannveig L. Garðarsdóttir, Vignir Bergmann, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar og Margrét Sigurðardóttir. VF-mynd: elg
Starfið á Björginni hefur verið í örum vexti síðan starfsemi hennar hófst fyrir rúmum tveimur árum. Markmið Bjargarinnar er m.a. að rjúfa félagslega einangrun þeirra er eiga við geðrænan vanda, efla sjálfstæði þeirra sem og að auka þekkingu almennings á málefnum geðsjúkra.
Í Björginni njóta skjólstæðingar félagslegrar samveru, fræðslu og fást við ýmis þjálfunar- og tómstundaverkefni.
Mynd: Frá afhendingu gjafarinnar í morgun, talið frá vinstri Rannveig L. Garðarsdóttir, Vignir Bergmann, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar og Margrét Sigurðardóttir. VF-mynd: elg