Færði lífgjöfunum blóm og þakkir
Sveinbjörn Þórisson var mættur á lögreglustöðina í Keflavík eftir hádegið á föstudaginn með blómvendi og gríðarlegt þakklæti í farteskinu. Sveinbjörn varð fyrir því í byrjun júlí að fá hjartastopp þegar hann var á ferð í bíl sínum á Reykjanesbraut. Bílinn hafnaði utan vegar og brugðust vegfarendur skjótt við og hófu strax lífgunartilraunir á Sveinbirni. Þær báru þó ekki árangur fyrr en lögreglufólk kom á vettvang og beitti hjartahnoði sem varð honum til lífs. Við útafaksturinn brotnuðu rifbein og lunga féll saman.
Sveinbjörn lá meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í þrjá daga og við tók mánaðarlöng spítalavist sem lauk fyrir mánuði síðan. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að ná heilsu aftur og er hann nú á leið í sjúkraþjálfun sem ætti að hjálpa honum enn frekar á bataleiðinni.
Mynd: Sveinbjörn færði lífgjöfum sínum þakklætisvott á lögreglustöðinni í Keflavík. Á myndinni eru talið frá vinsti: Arnar Már Jónsson, Helga Einarsdóttir, Sveinbjörn Þórisson, Bjarney Annelsdóttir og Stefán Örn Arnarson.
VF-mynd: elg