FÆÐING Í VATNI
Notkun á baði tengt fæðingum byrjaði hér á fæðingardeildinni desember ? 97 þá var innréttað herbergi við hlið fæðingarstofu til að koma til móts við þær konur sem vilja nota óhefðbundnar aðferðir í sinni fæðingu. Þessi aðstaða hefur vakið mikla athygli mikið verið notuð, og einnig koma konur víða af landinu til að nota aðstöðuna sem er sjálfsagt, þar sem öllum konum er frjálst að velja sér sinn fæðingarstað. Einnig hefur þetta verið kynnt í mæðravernd og foreldrafræðslu, miklar fyrirspurnir hafa borist í formi símhringinga og algengt að foreldrar komi og skoði aðstöðuna fyrir fæðingu.Þegar um er að ræða notkun á baði í fæðingu þá er átt við að kona noti það sem verkjastillingu og slökun á útvíkkunartímabili og / eða til að fæða barnið. Það er hverri konu frjálst að nota það eins og hún kýs hverju sinni svo fremi að sé innan okkar öryggismarka. Litið er á þetta sem eðlilegan valkost í fæðingu, þannig að enginn þrýstingur er á neina konu.Slökunin og þar af leiðandi verkjastilling og rólegheit eru stærstu kostir með notkun vatns í fæðingu, ásamt því að konan á gott með að hreyfa sig. Notkun verkjalyfja er mjög lítil ef baðið er valkostur í fæðingu, ekki notaðar neinar deyfingar, og konan sjálf ræður ferðinni ef allt er eðlilegt.Ekki eru allar konur sem geta nýtt sér baðið við fæðingu, þar sem ákveðnir eðlilegir þættir þurfa vera fyrir hendi s.s. meðganga og lengd eðlileg, tært legvatn og fl..Fyrsta vatnsfæðingin hér var í des.?97, og á árinu 1998 voru vatnsfæðingar 18% af heildarfæðingarfjölda, um helmingur af öllum konum sem fæddu hér notuðu baðið sem verkjastillingu og slökun, og heildarfjöldi deyfinga minnkaði.Við erum hreykin yfir að geta boðið þennan valkost hér á Suðurnesjum, og teljum okkur þar með koma betur til móts við verðandi foreldra.Ég óska öllum Suðurnesjamönnum árs og friðar KveðjaAðalheiður Valgeirsdóttir deildarstjórifæðingardeildar