Fæddist í sjúkrabíl á ofsahraða: Hélt upp á afmælið á slökkvistöðinni
Oliver Snorri fæddist á ofsaferð í sjúkrabíl rétt við álverið í Straumsvík á leið á fæðingadeildina fyrir ári síðan og segir Kristín Snorradóttir móðir Olivers að hann hafi ekkert hægt á sér síðan. Af því tilefni heimóttu þau Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja á dögunum og færðu slökkviliðs-sjúkraflutningamönnum BS afmælisköku, mynd af slökkvliðsmanni, og að sjálfsögðu var kökunni gerð góð skil.
Oliver, sem er upprennandi slökkviliðsmaður, var að sjálfsögðu ánægður og hrifinn af tækjum og tólum slökkviliðsins, þó sérstaklega bláum blikkandi ljósum sjúkrabíla.
Oliver deildi hluta úr fyrsta afmælisdegi sínum með slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum Brunavarna Suðurnesja og á vefsíðu BS er þeim þakkað fyrir óvænta og skemmtilega heimsókn.
Mynd:
Ármann Árnasson og Eiríkur Reynisson voru á vakt og tóku á móti Oliver í sjúkrabílnum 10 mars 2006.
Glæsileg og góð afmæliskaka.
.