Fáðu útrás í Go-Kart
Reis-bílar hafa verið með opna Go-kart braut á Njarðvíkurvegi 2 í um tvö ár, eða frá 8. júlí 2000, og hafa vinsældirnar aldrei verið meiri en nú. Opið hefur verið á hverjum degi síðan og var meira að segja ekið á þorláksmessu og gamlársdag.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu undanfarið og hefur verið unnið við að gera svæðið vel út lítandi og þjónustuna betri bæði fyrir gesti og ökumenn. Unnið hefur verið hörðum höndum við andlitslyftingu í kringum brautina þar sem m.a. 2000 tré hafa verið gróðursett. Í júlímánuði verður tekið í notkun nýtt þjónustuhús við brautina og að sögn Stefáns Guðmundar eiganda Reis er um að ræða þjónustubyggingu með aðstöðu fyrir bílana, veitingasölu og varahlutaverslun.
Bílarnir sem notaðir eru á brautinni eru með 200 kúbika fjórgengis mótor sem gefur um 6,5 hestöfl og er hægt að ná allt að 70 km hraða á þeim. Bílarnir eru 15 - 20 talsins og er allur öryggisbúnaður til staðar í þjónustuhúsnæðinu, s.s. gallar og hjálmar. Hægt er að breyta bílunum þannig að þeir henti börnum og því getur fólk á öllum aldri komið og leikið sér í Go-kart og átt glaðan dag.
Nýr Go-kart skóli fyrir krakka á aldrinum 12 - 14 ára hefur tekið til starfa og fer hann vel af stað að sögn Stefáns. Um er að ræða 16 klst. námskeið þar sem krakkarnir læra að höndla bílinn og fara í gegnum ýmsar þrautir sem fyrir þá eru lagðar. Mikill akstur er á námskeiðinu og ekkert bóklegt og því ættu allir krakkar sem hafa áhuga á Go-kart akstri að hafa gagn og gaman að. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og að því loknu fá krakkarnir 50 mínútna gjafabréf á brautina sem hægt er að nota hvenær sem er.
Go-kart brautin sjálf er 600m að lengd og 8m að breidd og eru ljósastaurar í kringum hana þannig að opnunartíminn lengist töluvert sérstaklega á veturna þegar tekur að dimma á kvöldin. Opið er frá 09.00 til 21.00 alla virka daga og jafnvel lengur ef til þarf.
Stefán segir starfsemina hafa gengið vel og alltaf sé aðsóknin að aukast. „Kjarninn er aðallega frá höfuðborgarsvæðinu og svo eru Suðurnesjamenn að sjást meira. Erlendir ferðamenn eru einnig að droppa hingað inn öðru hverju. Það er alltaf gaman að fá að sjá ný og ný andlit mæta á svæðið og oftast er það þannig að þegar fólk er búið að koma einu sinni kemur það aftur“. Að lokum má geta þess að verið er að vinna að því að gera brautir fyrir fjarstýrða rafmagnsbíla og liggur það á teikniborðum en um er að ræða torfærubrautir og malbikaðar kappakstursbrautir.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu undanfarið og hefur verið unnið við að gera svæðið vel út lítandi og þjónustuna betri bæði fyrir gesti og ökumenn. Unnið hefur verið hörðum höndum við andlitslyftingu í kringum brautina þar sem m.a. 2000 tré hafa verið gróðursett. Í júlímánuði verður tekið í notkun nýtt þjónustuhús við brautina og að sögn Stefáns Guðmundar eiganda Reis er um að ræða þjónustubyggingu með aðstöðu fyrir bílana, veitingasölu og varahlutaverslun.
Bílarnir sem notaðir eru á brautinni eru með 200 kúbika fjórgengis mótor sem gefur um 6,5 hestöfl og er hægt að ná allt að 70 km hraða á þeim. Bílarnir eru 15 - 20 talsins og er allur öryggisbúnaður til staðar í þjónustuhúsnæðinu, s.s. gallar og hjálmar. Hægt er að breyta bílunum þannig að þeir henti börnum og því getur fólk á öllum aldri komið og leikið sér í Go-kart og átt glaðan dag.
Nýr Go-kart skóli fyrir krakka á aldrinum 12 - 14 ára hefur tekið til starfa og fer hann vel af stað að sögn Stefáns. Um er að ræða 16 klst. námskeið þar sem krakkarnir læra að höndla bílinn og fara í gegnum ýmsar þrautir sem fyrir þá eru lagðar. Mikill akstur er á námskeiðinu og ekkert bóklegt og því ættu allir krakkar sem hafa áhuga á Go-kart akstri að hafa gagn og gaman að. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og að því loknu fá krakkarnir 50 mínútna gjafabréf á brautina sem hægt er að nota hvenær sem er.
Go-kart brautin sjálf er 600m að lengd og 8m að breidd og eru ljósastaurar í kringum hana þannig að opnunartíminn lengist töluvert sérstaklega á veturna þegar tekur að dimma á kvöldin. Opið er frá 09.00 til 21.00 alla virka daga og jafnvel lengur ef til þarf.
Stefán segir starfsemina hafa gengið vel og alltaf sé aðsóknin að aukast. „Kjarninn er aðallega frá höfuðborgarsvæðinu og svo eru Suðurnesjamenn að sjást meira. Erlendir ferðamenn eru einnig að droppa hingað inn öðru hverju. Það er alltaf gaman að fá að sjá ný og ný andlit mæta á svæðið og oftast er það þannig að þegar fólk er búið að koma einu sinni kemur það aftur“. Að lokum má geta þess að verið er að vinna að því að gera brautir fyrir fjarstýrða rafmagnsbíla og liggur það á teikniborðum en um er að ræða torfærubrautir og malbikaðar kappakstursbrautir.