Eyþór Árni sendur heim
Eyþór Árni Úlfarsson var sendur heim í fyrsta þætti Biggest Looser Ísland, en sýningar hófust á nýrri þáttaröð á Skjá Einum í gærkvöldi. Eyþór var að taka þátt í Biggest Looser öðru sinni en hann tók þátt í fyrri þáttaröðinni sem fram fór í fyrra.
Eyþór Árni náði aðeins að létta sig um 2,6 kg. á þeirri viku sem hann var í æfingabúðum Biggest Looser á Ásbrú. Hann hafði þá þyngst um 25 kg. frá því hann lauk keppni í vor.
Suðurnesjamenn eiga þó áfram fulltrúa í keppninni því Elvar Már Þrastarson. Elvar Már er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Elvar Már vegur 141 kg. en verður alsæll ef hann kemst niður í 90 kg., segir í kynningu á honum á frá Skjá Einum.